149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

afnám krónu á móti krónu skerðingar.

[15:17]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Hann segir að þetta eigi að byrja — þessir 2,9 milljarðar. Það hlýtur þá að verða notað strax. En það samsvarar bara 10.000 kr. á mánuði. Þetta er ekki nema einn fimmti af krónu á móti krónu skerðingunni.

Hvenær á að klára málin? Er ekkert á döfinni um að sjá til þess að fyrstu 65.000 kr. á mánuði, sem er lífeyrissparnaður — þetta er lögþvingaður lífeyrissparnaður sem er eignaupptökuvarinn. Hann er hirtur, 65.000 kr., 780.000 á ári. Á ekkert að gera í því? Þetta bitnar að stærstum hluta á konum af því að þær hafa minni lífeyri en karlar.

Hvers vegna í ósköpunum er ekkert gert í þessu máli? Og hvenær á að klára afnám krónu fyrir krónu skerðingar? Á einu ári, tveimur eða þremur árum, tugum ára?