149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[17:09]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hér hafa verið fluttar prýðisgóðar ræður. Sú hugsun sem vaknar hjá mér er að núna sé rétti tímapunkturinn til þess að setja málið til endurskoðunar, ekki af því að við hefðum átt að gera það áður heldur vegna þess að tíminn er akkúrat núna. Það er til að fá á hreint okkar fyrirvara. Telur hv. þingmaður tímann ekki vera núna? Ég vil halda því fram að hann sé núna af því að ég óttast að annars verði okkur sagt að við höfum ekki gert hlutina rétt, núna sé tími til kominn að skoða, kannski í síðasta sinn, hvort rétt hafi verið staðið að öllu þessu innleiðingarferli sem hefur tekið nokkuð mörg ár.