149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[18:04]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég er einkar glöð yfir því að við skulum hafa þessa löggjöf, hvað lýtur að orkumálum Íslendinga, í höndunum í dag. Það hefur aldrei verið neinn vafi af minni hálfu. Hins vegar er ég að líta til framtíðar. Það hefur gjarnan verið tjaldað til einnar nætur. Mig langaði aðeins að horfa til framtíðar vitandi af orkupakka fjögur og orkupakka fimm, ég veit ekki hversu margir þeir verða. Hvenær ætlum við að taka af skarið og láta reyna á EES-samninginn hvað varðar samningsstöðu okkar gagnvart samningnum?