149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[18:04]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Ingu Sæland fyrir prýðisgóða ræðu sem hún flutti hér rétt í þessu. Hún tæpti á mjög mörgum áhugaverðum atriðum sem mér þykir ástæða til að spyrja aðeins um. Snemma árs 2018, eða 15. febrúar 2018, flutti Max Baumgart fræðimaður erindi við Háskólann á Akureyri. Þar dró hann þá ályktun að í raun væri það lagaleg skylda ESB að leggja sæstreng til Íslands. Það sem vekur eftirtekt í þessu er að þá þegar var komin umræða um þessa lagalegu skyldu ESB af því að þá verðum við orðin föst inni í þessum samningi, ekki á okkar forsendum. Það er það sem mig langar svolítið að spyrja hv. þingmann um: Sæstrengur, verður hann lagður? Hvað telur þingmaðurinn í því?