149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[18:35]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég sé heldur ekkert að því að hafa orkuöryggi, enda get ég ekki annað séð en að við séum með það. Það sem ég er aðallega að spyrja um er: Hver er framtíðarsýnin? Hvernig sér hv. þingmaður framtíðarsýn Evrópusambandsins hvað lýtur að sameiginlegum, svo ég komi því út úr mér, innri raforkumarkaði allra aðildarríkjanna? Erum við ekki á þeirri vegferð, eða telur hv. þingmaður að við séum í einhverjum orkuvanda þó svo að við séum að byggja upp aukna flutningsgetu og nýta vannýtta orku til að koma á þau svæði þar sem við vitum að vantar orku? Og hv. þingmaður bendir réttilega á. Það er alveg rétt.

Það sem ég er aðallega að spá í er þessi framtíðarsýn, sem ég er að spyrja um, Evrópusambandsins í sameiginlegri orkutengingu allra aðildarríkjanna, sem mér sýnist ég túlka sem slíka.