149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[18:49]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eins og ég fór yfir í greinargerðinni um skilyrði fyrir aðgang að neti fyrir raforkuviðskipti yfir landamæri segir þar í 7. gr. að kerfisreglurnar skuli þróaðar vegna málefna sem varða net og ná yfir landamæri og markaðssamþættingu og skuli ekki hafa áhrif á rétt aðildarríkjanna til að koma á landsbundnum kerfisreglum sem hafa ekki áhrif á viðskipti yfir landamæri.

Það var þarna þegar fyrsti og annar orkupakkinn var innleiddur, þá mátti ekki niðurgreiða raforku beint, þ.e. það mátti ekki borga þessu orkufyrirtæki pening fyrir framleiðsluna. Það mátti aftur á móti í rauninni greiða það óbeint til notandans, það er gert á dreifingaraðilana. Það skiptir ekki máli frá hverjum hann er að nota, niðurgreiðslan kemur óháð því hverjum hann velur að kaupa frá. Við höfum enn þá þann rétt að setja svoleiðis reglur, um niðurgreiðslu milli svæða o.s.frv., til að skapa ákveðið orkuöryggi fyrir landsmenn þannig að ég sé ekkert að þessu.