149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:15]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég er að tala um þessa fyrirvara sem er búið að gefa til kynna að liggi ljósir fyrir og öllum liggi ljósir fyrir. Ef þeir eru lagalegir eru þeir skrifaðir í lög. En þeir hafa ekki verið skrifaðir í lög. Þeir eru á formi yfirlýsinga. Hv. þm. Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson, lýsti því í ræðu áðan að þetta væri á formi yfirlýsinga.

Ég kalla eftir því að þingmaðurinn upplýsi mig um það, ef við ættum að gæta hagsmuna okkar með þessum fyrirvörum, hvers vegna það er ekki sterkara að við gerum það inni í sameiginlegu EES-nefndinni. Ef yfirlýsingar samstarfsþjóða okkar þar eru á þá leið að þetta sé það sem þær séu tilbúnir að sætta sig við af okkar hálfu, af hverju ætti það ekki að vera auðsótt mál að setja þessa fyrirvara inn í samkomulagið?