149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:16]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Herra forseti. Hinir lagalegu fyrirvarar verða auðvitað settir inn í reglugerð sem gefin verður út á grundvelli þeirrar þingsályktunartillögu sem við ræðum hér. Auk þess liggur fyrir, hv. þingmaður, frumvarp, stjórnarfrumvarp á þskj. 1253, um breytingu á raforkulögum. Samhliða því er síðan þingsályktunartillaga þar sem kemur skýrt fram að við ætlum að haga okkar málum með þeim hætti að hér verður ekki lagður sæstrengur nema með samþykki meiri hluta Alþingis.

Þarna er a.m.k. lagalegur fyrirvari skráður, hv. þingmaður, og verður síðan færður til bókar í þeirri reglugerð sem hv. þingmaður er að taka þátt í að afgreiða, þeirri þingsályktunartillögu — ég vona að hann sláist í för með okkur og afgreiði þingsályktunartillöguna með jákvæðum hætti. Þetta verður fært til bókar í þeirri reglugerð sem verður gefin út á grundvelli þeirrar þingsályktunartillögu sem hér liggur frammi.