149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:17]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni ræðuna. Það er nú svo að ein meginröksemd stjórnarliðanna og meðreiðarflokka þeirra í baráttunni fyrir innleiðingu orkupakkans er sú að innleiðingin hafi enga þýðingu fyrir Ísland. Að sama skapi heyrum við í ræðu hv. þingmanns ótta um hvaða afleiðingar það hafi fyrir okkur Íslendinga ef Alþingi hafnar innleiðingu orkupakkans.

Það má því segja að þessi afstaða þýði í raun að Alþingi afsali sér þeim rétti að geta hafnað ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar nema þá hugsanlega í einhverjum neyðartilvikum, þó að í raun og veru ekkert í 102. gr. í EES-samningnum gefi kynna til kynna að svo sé. (Forseti hringir.)

Þá vil ég spyrja hv. þingmann: Eigum við að láta stjórnast af pólitískum ótta?