149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

um fundarstjórn.

[20:06]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég vil taka undir orð þeirra þingmanna sem komið hafa upp á undan mér. Af því að hv. forseti kallaði eftir tillögu áðan ætla ég — í ljósi þess hversu margir eru á mælendaskrá sem manni sýnist hafa raunverulegt efnislegt innlegg sem maður telur að viðkomandi þingmenn eigi eftir að koma frá sér — að gera að tillögu minni að við fundum til kl. 11 og höfum þá tíu tíma fram að nefndarfundi. Í mínu tilfelli á ég eftir að keyra upp á Akranes og til baka og ég veit að margir aðrir þurfa að taka dágóðan tíma í akstur. Ég held að skeiki ekki öllu hvort það verður kl. 11 eða 12 hvað mælendaskrána varðar. Það hafa auðvitað komið fram það mörg atriði að ég held að mönnum geti nýst ágætlega sá tími sem gæfist til að vinna gögn í þingmenn.