149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[22:54]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Nú fer bráðum að síga á seinni hlutann á þessum degi og hefur verið fjörug umræða um þriðja orkupakkann í allan dag, ágætisumræða í sjálfu sér og ljóst að það eru enn þá nokkrir sem þurfa að tala og tjá sig um málið. Við erum hins vegar í þeirri stöðu að við erum sum að fara snemma í fyrramálið til annarra starfa, nefndastarfa, funda og annars sem við gerðum ráð fyrir. Ég myndi því vilja fá að heyra álit forseta á því hvenær hann hyggist slíta þessum fundi þannig að við komum úthvíld til vinnu í fyrramálið. Ég ítreka það sem ég sagði áðan, að ábyrgðin á því að málið geti haft áhrif á þinglok og mikilvæg önnur mál er alfarið í höndum ríkisstjórnar sem dró allt of lengi að koma með þetta mál inn til afgreiðslu. (Gripið fram í: Þú hefur oft vakað lengur, Logi.)