149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:01]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Við ræddum fundarstjórn síðast á meðan hv. þm. Jón Þór Ólafsson sat í forsetastóli og hann vísaði á að hv. 1. varaforseti, Guðjón Brjánsson, væri sá sem taki ákvörðun um þetta mál. Ég veitti því athygli að hv. þm. Guðjón Brjánsson sat í salnum á meðan sú umræða var í gangi þannig að forseti hefur haft nægan tíma til að ígrunda þetta, ekki verður komist hjá því að álykta sem svo. Ég vil óska eftir því við hæstv. forseta að hann upplýsi okkur um það hvernig hann hyggst haga fundahaldi inn í kvöldið. Það var samþykkt á þingflokksformannafundi að halda kvöldfund. Minn málskilningur er sá að kvöld sé liðið í síðasta lagi um miðnætti. Hæstv. forseti hefur haft nægan tíma til að ígrunda þetta og ég óska eftir því að hann upplýsi okkur um hversu lengi hann hyggst halda fundi gangandi.