149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:08]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Við erum ekki í neinni tímapressu í þessu máli. Það er engin þörf á því að vera hérna langt fram eftir nóttu. Ég mótmæli því sem hv. þm. Birgir Ármannsson segir um það hvað kvöldfundur þýði samkvæmt einhverjum hefðum o.s.frv., þessar andskotans — afsakið orðbragðið — óskrifuðu reglur eru óþolandi.

Það er óþolandi að alltaf sé verið að vísa í hefðir sem hvergi eru skrifaðar niður sem rökstuðningur fyrir einhverju sem er alls ekki gáfulegt. Fyrirgefið þið, það er kvöld fram að miðnætti og þá er kominn nýr dagur. (Gripið fram í.) Ef á að halda áfram eftir því sem þörf þykir þegar það er engin tímapressa á málinu — þá segi ég nei.