149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:12]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég kem upp til þess að taka undir með þeim hv. þingmönnum sem hafa sagt að það borgi sig ekki að vinna of langt inn í nóttina vegna þess að þá þarf að fara að segja sömu hlutina aftur og aftur, virðist vera. Hv. þm. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur nú í þrígang eftir að fundarhlé var gert um kl. átta komið hingað upp til að útskýra fyrir hv. þingmönnum Miðflokksins ferli EES-mála á Alþingi. Ég er ekki viss um að það borgi sig fyrir hv. þingmenn að vera hér lengur inn í nóttina en til miðnættis því það virðist vera sem móttakarinn sé orðinn eitthvað dofinn. Ég held að það væri líka ráð að þingmenn fengju námskeið í meðferð EES-mála á Alþingi.