149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:14]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Á að selja þjóðinni innleiðingu á þessu regluverki og segja svo við fólk, í einhvers konar friðþægingarskyni, að settur sé lagalegur fyrirvari sem er í raun ekkert nema að benda á þá staðreynd að Ísland sé eyja, (Gripið fram í.) þannig þurfi að leggja sæstreng svo að við tengjumst sameiginlegum raforkumarkaði Evrópu? Er mönnum alvara?

Herra forseti. Ég held að við verðum að fá botn í þetta mál. Við verðum að fá botn í þetta. Er þetta lagalegi fyrirvarinn sem slá átti á allar áhyggjur fólks? Er þetta hann, að við séum eyja og að hingað liggi enginn sæstrengur? Er mönnum alvara?