149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:17]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil taka undir það sem síðasti ræðumaður sagði. Ég held að þessi umræða sé komin á það stig að rétt sé að fara að senda þingmenn heim og halda svo áfram á næsta fundi. Mér þykir líka sérstakt að hv. þm. Birgir Ármannsson kom hér og hefur mikinn áhuga á því að haldið verði áfram með þessa umræðu fram á nótt.

Hann er ekkert á því að hleypa sínum góðu stuðningsmönnum Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata heim. Það þykir nú sérstakt og hann ætti kannski að verðlauna þá fyrir það hversu vel þeir hafa staðið við bakið á ríkisstjórninni í þessum málflutningi og leyfa þeim að komast heim í háttinn. Ég held að það væri vel til fundið og síðan höldum við bara áfram á næsta fundi, eins og ég segi.