149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:43]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vildi segja varðandi þetta svar hv. þingmanns að það sem hún segir á sér enga stoð í þeim reglugerðum sem við fjöllum hér um. Það er misskilningur að halda að þeir ágætu fræðimenn sem hún nefndi í ræðu sinni hafi haldið þessu fram. Þvert á móti hafa allir fræðimenn sem um þetta hafa fjallað hafnað því að innleiðing þessarar reglugerðar feli í sér skyldu til að leggja sæstreng eða komi í veg fyrir að íslensk stjórnvöld geti sjálf tekið ákvörðun um það. Það er grundvallaratriði. Og ég verð því miður að segja að ef hv. þingmaður byggir afstöðu sína á þessum skilningi er sá skilningur rangur.