149. löggjafarþing — 105. fundur,  15. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[23:44]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég lýsi enn yfir áhyggjum af öllu þessu máli. Ég vil aðeins benda á að í reglugerð ESB 347/2013/EB um viðmiðunarreglur fyrir orkuinnviði í Evrópu er fjallað um þörfina fyrir útfærslu orkuinnviða ESB og frekari tengingar yfir landamæri. Þar segir að lögð sé áhersla á að ekkert aðildarríkja sé einangrað frá Evrópu varðandi gas- og raforkukerfi. (Gripið fram í.) Ég hef áhyggjur af því. Hefur hv. þingmaður ekki líka áhyggjur af því?