149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[00:51]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það blasi alveg við að verið sé að fara réttu leiðina með framlagningu þriðja orkupakkans. Það er bara svoleiðis. Þá erum við sammála um að verið sé að fara rétta leið. Ég er a.m.k. á því. (Gripið fram í.) Málið er, hv. þingmaður, að það að halda því fram að farið sé fram í þessu máli með einhverjum asa — nú er ég ekki þingreyndur þingmaður en ég efast um að nokkur mál hér á seinni tímum hafi raunverulega fengið jafnmikla umfjöllun á Alþingi og þetta mál, yfir níu ára skeið. Kannski átti sá sem hér stendur ákveðinn þátt í því að lengja þetta ferli um heilt ár. Þá er það bara þannig. En níu ár í þinginu verða seint talin asi. Níu ár eru töluverður tími.