149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:01]
Horfa

Njáll Trausti Friðbertsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu máli. Ég hef ekkert vera kynna mér það hvað fyrrverandi formaður flokksins, Þorsteinn Pálsson, sagði á einhverjum tímapunkti. Ég sef alveg fyrir því. Ég verð greinilega að lesa það ef það er svona mikilvægt.

Ég er að tala fyrir minni sannfæringu um þessi mál. Ég er sannfærður um að búið sé að koma málinu á svo miklu betri stað en það var fyrir 15 mánuðum, sem var þó hér eftir mjög langa vinnu í þinginu og mörgum nefndum þingsins, í þeim ríkisstjórnum sem hafa verið hér frá 2010. Málið hefur náttúrlega breyst töluvert síðustu 15 mánuðina í umfjöllun þingsins. Við sem vorum byrjaðir að hafa áhyggjur af því fyrir 14–15 mánuðum, meðan aðrir voru ekki komnir eins langt í þeim áhyggjum — það er búið að breyta málinu fyrir okkur (Forseti hringir.) með þeim fyrirvörum og öðru sem hefur verið notað til að grípa inn í á þeim 14–15 mánuðum.