149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:16]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Nú er klukkan rúmlega korter gengin í tvö og við höfum svo sem átt þetta samtal tvisvar áður og ræddum þetta síðast hér um hálftólfleytið. Mig langar með sömu rökum og áður að forvitnast um hvort við megum vænta þess að fá einhver skilaboð um það hversu lengi umræðu skuli haldið áfram hér í kvöld. Það hefur auðvitað bara með skipulag okkar gagnvart morgundeginum að gera. Hæstv. forseti hafði gefið ádrátt um það milli tólf og eitt í umræðum um fundarstjórn að hann sæi ekki fram á að funda langt inn í nóttina. Það væri áhugavert að heyra hvað hann sér fyrir sér í þessum efnum.