149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:18]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Gott og blessað með það að láta þetta ganga eitthvað lengra o.s.frv., en það er ekkert rosalega erfitt að segja til klukkan hvað þingfundur á að vera. Það er algjör óþarfi að halda því sem einhverju leyndarmáli eða segja: Kannski fjögur, kannski fimm, ég veit ekki alveg, bara eftir því hvernig mér líður og hvaða tilfinning er í gangi. Stemningin frammi eru hlátrasköll o.s.frv. Já, þá langar mig kannski til að taka þátt í þeim og slít bara þingfundi.

Það er algjörlega óboðlegt að það sé bara ágiskun hvað við eigum að vera lengi fram eftir nóttu. Ég tel til rosalega lítils ætlast að þingforseti segi einfaldlega klukkan hvað þingfundi á að ljúka eins og venjulegt er í rauninni.