149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:29]
Horfa

Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Forseti merkir ekki að fleiri óski eftir því að taka til máls um fundarstjórn. Hann gerir sér grein fyrir því að það er orðið áliðið kvölds og komið fram á nóttina. Það hefur gengið mjög á mælendaskrá og í ljósi þess og allra aðstæðna okkar í þinginu og þess sem fram undan er leyfir forseti sér að freista þess að halda áfram enn um sinn. Hinn talnaglöggi hv. þingmaður sem talaði áðan leiddi líkur að því hvað þetta gæti tekið langan tíma ef menn legðu sig fram.