149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:46]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (andsvar):

Herra forseti. Þeir sögðu fleira sameiginlega félagarnir, hæstv. utanríkisráðherra og fyrrnefndur Cañete. Þeir nefndu Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, í samhengi við ACER. Og þetta eru rök sem stuðningsmenn málsins hafa mikið vísað til. En athugum hvernig það er orðað og stenst samanburð við raunveruleikann. Verði grunnvirki yfir landamæri sett upp í framtíðinni hefur Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvörðunarvald um málefni sem ná yfir landamæri en ekki ACER. Þetta hefur verið samþykkt í viðkomandi aðlögunartexta sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, frá 5. maí 2017, sem endurspeglar sjálfstæði stofnana EFTA undir tveggja stoða kerfi samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Er hv. þingmaður í raun sammála því mati að (Forseti hringir.) ESA eða ACER hafi ekkert (Forseti hringir.) með þetta að gera vegna þess að ESA sé milligönguaðili?