149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:48]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Pósturinn hefur svo sem ekkert með innihald bréfa sem ég sendi til mótaðila minna að gera. Það er auðvitað þannig að í þessu regluverki öllu má annaðhvort lesa það með beinum hætti eða á milli línanna, eins og oft þarf að gera, að ACER muni auðvitað vera hinn raunverulegi álitsgjafi sem ákvarðanir ESA munu grundvallast á. Þetta er bara rétt eins og í dag þegar menn eru að reyna að átta sig á hverjir endanlegir eigendur fyrirtækja eru. Þetta er af sama meiði. Sá sem stýrir þeim texta sem er unnið með situr á kontór hjá ACER, ekki hjá ESA. Það er auðvitað það sem skiptir máli í þessu.