149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[01:55]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Þórarinssyni fyrir andsvarið. Ég er þingmanninum alveg sammála um að í þessu máli ættum við að flýta okkur hægt. Því er flaggað sem stórkostlega mikilvægu atriði að málið verði rætt í einni samfellu, þótt lítið mál hafi þótt í gær að slíta í sundur umræðu um heilbrigðisstefnu til næstu tíu ára. Það setur það auðvitað í sérstakt samhengi. Það er ekki langt síðan hæstv. utanríkisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson lýsti því yfir að hann sæi það fyrir sér að málið gæti mögulega frestast til haustsins, þannig að asinn og raunverulegt tímahrak er ekkert. Þetta er heimatilbúinn vandi. Ég er hræddur um að vandinn felist fyrst og fremst í því að hluti stuðningsmanna málsins (Forseti hringir.) hér á þingi sé svolítið þvingaður til að kyngja því.