149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[02:20]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég veitti því athygli í ræðu hv. þm. Birgis Þórarinssonar að hann talaði um þrýstinginn á lagningu sæstrengs og kom inn á það í framhaldi af ræðu hv. þm. Bergþórs Ólasonar að hann yrði hugsanlega meiri hér heima á Íslandi en utan úr Evrópu en þó yrði allnokkur þrýstingur utan úr Evrópu. Þá myndi ég telja að væru orðin kjörskilyrði eftir innleiðingu þriðja orkupakkans ef það er orðinn töluverður þrýstingur beggja vegna frá um að leggja sæstreng. Þá sé nú orðið lítið haldreipi í því hjá stjórnvöldum að þráast við að leggja sæstrenginn. Getur verið að þetta sé eitthvað sem er þess valdandi að hér er ýtt meira en góðu hófi gegnir, m.a. af hæstv. forseta, á að klára málið með hraði þrátt fyrir að enginn sé asinn?