149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[02:29]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni skelegga andsvarið, þetta er góð spurning. Hvað veldur þessu? Það sem er einkennilegt í þessu máli er það, eins og hv. þingmaður nefndi hér, hve mikla áherslu Sjálfstæðisflokkurinn leggur á þetta mál. Ekki er langt síðan formaður flokksins hélt hér ræðu þar sem hann fann þessum orkupakka allt til foráttu. Sinnaskipti formannsins eru alveg einstök. Þá kemur maður aftur að því: Er eitthvað sem við höfum ekki fengið að heyra um sem skiptir verulegu máli í þessu þannig að menn keyra þetta áfram með þessum hætti? Maður spyr sig að sjálfsögðu að því.

En það er líka efni í aðra ræðu hér síðar í nótt, sinnaskipti (Forseti hringir.) Vinstri grænna í þessu máli. Síðan sjáum við sárafáa Framsóknarmenn (Forseti hringir.) taka þátt í þessari umræðu þrátt fyrir fréttir þess efnis að grasrót (Forseti hringir.) Framsóknarflokksins sé mjög mótfallin þessu máli.