Bráðabirgðaútgáfa.

149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[02:35]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Birgi Þórarinssyni fyrir svarið. Það er eitt atriði sem býsna margir hafa áhyggjur af í þessu öllu. Ég er ekki með umsögn Bakarasambands Íslands, held ég að félagsskapurinn heiti alveg örugglega, en bakararnir okkar hafa lýst miklum áhyggjum. Þeir komu m.a. á fund utanríkismálanefndar og skiluðu inn umsögn sem ég hefði átt að hafa með mér en er ekki með. Spurning mín til hv. þingmanns er um sjónarmið er snúa að verðlagningu raforku á einstaklingsmarkaði annars vegar og hins vegar gagnvart smærri fyrirtækjum. Hvernig þykir honum líklegt að þróunin verði hvað það varðar að orkupakkanum innleiddum?