149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:11]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég vil þakka hv. þm. Karli Gauta Hjaltasyni fyrir andsvarið. Hitt atriðið sem mig langaði að koma inn á, kannski í ljósi fyrri starfa og menntunar hv. þingmanns, er að það fór ekkert á milli mála að hann hafði litla trú á þeim meintu fyrirvörum sem hér er flaggað í allar áttir. Ég verð að viðurkenna að það hafði farið fram hjá mér í öllu spretthlaupi Sjálfstæðismannanna hér um miðjan dag að fjórða fyrirvaranum hefði verið flaggað og að hann hefði átt að vera í frumvarpi iðnaðarráðherra til breytingar á raforkulögum. Ég er hálfsvekktur út í sjálfan mig fyrir að hafa ekki veitt því athygli og myndi vilja fá að heyra stuttlega um afstöðu þingmannsins til þess hvort viðbót hins meinta fjórða fyrirvara sé viðlíka þunnildi og hinir eru.