149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:23]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil taka undir orð þeirra þingmanna sem komið hafa upp undir fundarstjórn forseta. Einnig vil ég bæta við að ég veit persónulega um einn þingmann sem tók sig af mælendaskrá fyrr í kvöld þegar forseti gaf í skyn að umræðu yrði lokið um eða upp úr miðnætti, og sá þingmaður er ekki í Miðflokknum. Hann hafði enga ræðu flutt. Það er alvarlegt mál að gefa það í skyn að umræðu verði frestað eftir tvo, þrjá tíma og menn fara svo út úr þinghúsinu, kannski þreyttir, og hyggjast þá taka ræðu síðar. Það er alvarlegt. Fólk sem ekki hefur átt þess kost sökum langrar mælendaskrár að ræða þetta mál eða leggja orð í belg. Mér finnst það alvarlegt.