149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:26]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir orð þingmanna. Fyrr í kvöld voru sögð orð um að þingfundur myndi standa fram að miðnætti, hugsanlega eitthvað lengur, en fyrir lægi að mælendaskrá væri löng og mátti skilja af orðum forseta að síðan yrði fundi frestað. Ég veit til þess að það voru hv. þingmenn, m.a. í stjórnarandstöðu og sem ekki eru Miðflokksmenn, sem sitja nú í salnum og eru þeir einu sem ræða þetta mál núna, sem ætluðu sér að halda ræðu en tóku sig af mælendaskrá í trausti þess að málinu yrði haldið áfram síðar. Þeir fóru heim til að undirbúa nefndastörf sem eru á dagskrá í fyrramálið. En er það ætlun forseta að hindra þingmenn í að ræða málið?