149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:28]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Þetta var nú sérstök ræða þingflokksformanns Vinstri grænna, hv. þm. Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur. Hún virtist ekki meta það sem svo að hæstv. forseti réði lengd fundar heldur þingmenn Miðflokksins. Ég vil þá bara tilkynna að fundi verður slitið hið snarasta, ef þetta er réttur skilningur. En ég reikna ekki með því að forseti deili þeim skilningi. Ég ítreka að ég vil gjarnan heyra hvort forseti hefur eitthvert plan varðandi það hvenær hann áætlar að þingfundi ljúki og þá vonandi í námunda við orð hans hér á tólfta tímanum fyrr í kvöld.