149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:30]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mig langar til ræða þau ummæli hv. þm. Bjarkeyjar Olsen, sem er þingflokksformaður, að hér sé bara hægt að halda áfram og að við þingmenn Miðflokksins séum að ræða við okkur sjálfa. En hér hefur verið óskað eftir því að sérfræðingar verði kvaddir til til að kanna og rýna í hina lagalegu fyrirvara. Við því hefur ekki verið orðið. Ég held að öllum þingmönnum sé ljóst að ef umræðunni lýkur án þess að það sé gert er búið að afgreiða þessa þingsályktunartillögu.

Þetta er risastórt mál og við gerum þessa kröfu og munum standa hér þar til orðið verður við henni. Það er alveg ljóst. Á öðrum vettvangi er ég þrautþjálfaður í því að vaka (Forseti hringir.) að nóttu til og halda út. Ég kvíði því ekki neitt.