149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:31]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég ítreka beiðni mína um að virðulegur forseti útskýri mál sitt. Var hæstv. forseti viljandi að blekkja þingið þegar hann lýsti því yfir fyrir um fjórum tímum síðan að senn yrði gert hlé á fundi og það yrðu ekki margar ræður í viðbót, eða stjórnar hæstv. forseti ekki þessum fundi í raun? Er það krafa stjórnarmeirihlutans, einhverra fulltrúa hans, að þessi umræða fari eins mikið og kostur er fram í skjóli myrkurs? Var hæstv. forseta gert að ganga á bak orða sinna svoleiðis að umræðan gæti haldið áfram í skjóli myrkurs fremur en að eiga sér stað að degi til þegar almenningur hefur tækifæri til að fylgjast með henni?