149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:40]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir ræðuna. Breytingin á skipulagi Orkustofnunar og í rauninni skipting hennar í tvo hluta, ef svo má segja, þau skil sem verða á milli stofnunarinnar, þeirrar sem við þekkjum í dag og þess hluta sem verður að fullu undir sjálfstæði frá hinu opinbera, er það nálgun sem við þekkjum frá öðrum eftirlitsaðilum hér á heimamarkaði eða er þetta nálgun sem er okkur ný og framandi? Ef mér leyfist að spyrja hv. þingmann: Hvernig horfir það við honum? Telur hann að sú breyting sem er fyrirhuguð með innleiðingu þriðja orkupakkans sé til bóta, því að það er mikill kostur þegar verið er að breyta hlutum að horft sé til þess að það sé til bóta?