149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu E'S-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við E'S-samninginn.

777. mál
[03:42]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég geri ráð fyrir því að nefna megi dæmi um milligöngu ESA fyrir hönd EES-samningsins, þar með í rauninni Evrópusambandsins. En ég þekki hins vegar ekki eins skýr dæmi um það að ESA sé ætlað milligönguhlutverk eingöngu, eingöngu það að framfylgja vilja, innleiða drög frá stofnun sem Íslendingar eiga ekki aðild að, eins og í þessu tilviki, enda hefur það komið fram í umræðu um þetta mál, til að mynda í utanríkismálanefnd, að þetta sé í raun fordæmalaust. Það er sérstaklega fjallað um þetta samband ACER og ESA í t.d. margumræddri álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirsts og nefnt sem eitt helsta vafamálið varðandi áhrif á stjórnarskrá hvort með þessu sé verið að stíga skrefið fram af brúninni varðandi eftirgjöf á fullveldi í raun, taka eitt skref í viðbót en það skref sem setur okkur fram af brúninni hvað það varðar. Svoleiðis að þótt það sé til samspil milli ýmissa stofnanna og ESA þá mun þetta vera einsdæmi, að stofnunin ráði einfaldlega ferðinni, og ESA sé eingöngu ætlað að að skila bréfum, eins og hv. þingmaður orðaði það fyrr í kvöld.