149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[03:44]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni fyrir svarið. Telur hv. þingmaður að þessi þróun mála gæti haft áhrif, mögulega neikvæð, á stöðu ESA gagnvart því regluverki sem það höndlar nú þegar með gagnvart aðildarríkjunum, þ.e. að vera sett í þá stöðu að vera — ég vona að ég móðgi ekki marga — einhvers slags bréfberi, framsendingarmiðstöð fyrir skilaboð ACER? Telur hv. þingmaður að sú þróun mála gæti grafið undan þeirri stöðu sem ESA hefur og hefur haft um alllangt skeið og geti þar með í rauninni verið upptakturinn að því að undan þeirri stofnun byrji að molna? Það væri áhugavert að heyra sjónarmið þingmannsins gagnvart því.