149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[04:14]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er ágætispunktur. Vegna þess að ég var mjög hugsi hér í fyrri umr. um þetta mál. Þá var umræðan á því stigi að hæstv. utanríkisráðherra hafði mælt fyrir þingsályktunartillögunni og var spurður af þingmanni, sem ég man í svipinn ekki hver var, hvað hann mundi gera ef til þess kæmi að beltið margfræga og axlaböndin myndu ekki halda. Hæstv. utanríkisráðherra er eini maðurinn sem hefur sagt það hér, þó að mörgum öðrum, þar á meðal undirrituðum, hafi verið brigslað um að vilja ganga út úr EES-samstarfinu, sem ég hef heyrt talað um að væri þrautavarinn að segja upp EES-samningnum. (Forseti hringir.) Segja honum bara upp.

En mér þætti gaman að sjá það hvort menn þori það þegar á hólminn er komið.