149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[04:20]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég er svo sem í meginatriðum sammála þessum skilningi þingmannsins og hef furðað mig á því í allan dag hversu einarðir stuðningsmenn málsins eru, sérstaklega þeir sem tilheyra ríkisstjórnarflokkunum, hvað það varðar að virðast ætla að setja hausinn undir sig og keyra á þá skýringu að þetta sé fullnægjandi og haldi, menn geti treyst þessu alla leið, þar sem maður veit að þetta eru þingmenn sem hafa margir hverjir haft verulegar efasemdir um málið á fyrri stigum. Hvernig slær það hv. þingmann að enginn þessara fyrri efasemdarmanna hafi, að því er virðist, minnstu efasemdir í dag? (Forseti hringir.) Mér finnst það einhvern veginn ekki trúverðugt. Hvernig slær þetta hv. þm. Jón Þór Þorvaldsson?