149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[04:29]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta er málið. Það er óskiljanlegt að menn vilji ekki fara með þetta fyrir sameiginlegu EES-nefndina. Hér hefur því verið lýst yfir að það væri lagalega einföld leið og tiltölulega ljós. EES hefur lýst því yfir að það sé tilbúið að veita þær undanþágur sem beðið væri um og ESB líka — og Íslendingar hafa lýst þessu yfir. Þannig að ég veit ekki hvað í ósköpunum ætti þá að stoppa þetta af eða við hvað fólk er hrætt.

Ég held að það sé einmitt málið: Fólk er ekkert hrætt við þetta. Fólk vill raunverulega innleiða þriðja orkupakkann óbreyttan og geta horft til baka og sagt: Æ, æ, við gerðum þetta (Forseti hringir.) bara því miður vitlaust og þess vegna er hann eins og hann er.