149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:05]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég ætla fyrst að gera atlögu að því að spyrja hæstv. forseta hvort möguleiki sé á því að hann hafi skipt aftur um skoðun eftir það sem mátti skilja á orðum hans á tólfta tímanum, að ekki yrði fundað nema stutt, nokkrir ræðumenn teknir til viðbótar. Þá fóru þingmenn auðvitað að fara heim og leggja sig til að koma undirbúnir í nefndastörf og þar fram eftir götunum, vitandi að þeir kæmust ekki að eins og mælendaskráin lá.

Mig langar núna, þegar klukkan er að ganga sex, að forvitnast um hvort hæstv. forseti hafi skipt um skoðun. Jafnframt langar mig að óska eftir afstöðu hæstv. forseta til beiðni minnar sem ég setti fram rétt áðan um að hæstv. utanríkisráðherra kæmi hingað og ætti orðastað við okkur, enda er nú að styttast í fótaferðartíma. Það sér ekki á svörtu hvort hann fari klukkutímanum fyrr á fætur eða seinna.