149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:08]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég geri ráð fyrir að hæstv. forseti hafi nú áttað sig á því að hv. þm. Birgir Ármannsson var að slá á létta strengi. Við vitum að þingmaður er glöggur maður og gerir sér grein fyrir að þessi umræða er í rauninni rétt að hefjast.

Ég hef sjálfur lýst nokkrum sinnum hversu mörg atriði ég eigi eftir að ræða í síðari ræðum, án þess að það væri nein heildarupptalning. Ég hef bara veitt virðulegum forseta nokkur sýnishorn af þeim atriðum sem ég á eftir að fjalla um.

Ég minni því hæstv. forseta aftur á mikilvægi tímastjórnunar og hvernig þessar ræður nýtist best. Við getum sem best forðast að þurfa aftur og í dagsljósi — það er nú reyndar byrjaði að birta til en á þeim tíma þegar fólk hefur tækifæri til að fylgjast með — að ítreka það sem menn kunna að hafa misst af við þær (Forseti hringir.) aðstæður sem hæstv. forseti býður upp á.