149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:14]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Forseti hefur eflaust hugsað það sama og ég þegar hann hlýddi á hv. þm. Birgi Ármannsson áðan halda því fram að hér hefðu átt sér stað miklar endurtekningar, menn væru stöðugt sammála innbyrðis. Hæstv. forseti hefði nú getað bent hv. þingmanni á það, hafandi væntanlega fylgst með umræðunni, sem hv. þm. Birgir Ármannsson virðist ekki hafa gert, að þingmenn hafa hvað eftir annað komið upp og velt upp mjög stórum atriðum, í sumum tilvikum sagt A en ekki B. Það hefur þurft að fá nánari skýringar á því hvað þingmenn hafi verið að fara og reyna að komast til botns í málum, því að ekki berast nein svör frá stjórnarmeirihlutanum sem heldur þessu máli hér gangandi.

Virðulegur forseti. Ég ítreka beiðni, sem kom fram áðan, um mikilvægi þess að hæstv. forseti kalli á hæstv. utanríkisráðherra.