149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:17]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég ætla að ítreka þá bón að hæstv. forseti láti svo lítið að upplýsa þingheim um hvað hann hyggist ætla að halda fundi lengi áfram. Nú er kl. 20 mínútur gengin í sex og nefndastörf hefjast 8.30, samkvæmt boðaðri dagskrá, og ekki nema sjálfsagt að menn hafi einhvern fyrirsjáanleika í störfum sínum í þinginu. Ég held að það sé eiginlega það minnsta sem hægt er að fara fram á, að það verði upplýst hér með skeleggum hætti hve lengi eigi að halda þessum fundi áfram áður en honum verður frestað.