149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[05:18]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég vil auðvitað ítreka ósk mína að forseti hlutist til um að utanríkisráðherra mæti hingað til okkar og eigi við okkur orðastað.

Síðan vil ég kalla eftir afstöðu forseta til þess hvort endurtekningar séu í ræðum þingmanna. Ég veit að fyrir mitt leyti tel ég fullvíst að ekki hafi verið um endurtekningar að ræða hjá mér, enda er sá efnisatriðalisti sem ég vil koma inn á þannig vaxinn að alger óþarfi væri að fara í nokkrar endurtekningar.

Þriðja atriðið er aftur sú spurning sem ég lagði fram í byrjun: Hefur hæstv. forseta snúist hugur? Því að eitt er alveg ljóst, orð hans klukkan hálftólf við útskýringu í lok umræðu um fundarstjórn (Forseti hringir.) verða endurtekin á morgun.