149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[06:07]
Horfa

Jón Þór Þorvaldsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Karli Gauta Hjaltasyni fyrir svarið. Þá erum við komin að því að ræða það hvernig við myndum þá missa þennan nýtingarrétt frá okkur eða skilgreininguna á honum. Erum við komin á þann stað, ef svona færi, að hér væri eitthvað sem væri ekki nógu vel skilgreint, ekki nógu vel afmarkað?

Er búið að skilgreina og afmarka nógu vel hvernig nýtingu eða ráðstöfun orkulindanna er háttað? Er það þá gert, að því gefnu að það sé gert, á þann hátt að við séum sátt um það, þ.e. þjóðin? Við tölum um að þetta sé orkuauðlindin okkar. Eru þetta skýrar og vel afmarkaðar heimildir til nýtingar á þessum auðlindum?