149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[06:09]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (M) (andsvar):

Herra forseti. Já, takk fyrir þessar spurningar. Þess vegna benti ég á það í ræðu minni, varðandi yfirráð yfir auðlindunum og yfirráð yfir nýtingarréttinum, að þetta væri einmitt mál sem við ættum að setja í þjóðaratkvæði, leyfa þjóðinni að ráða í hvaða vegferð við förum. Einnig er nauðsynlegt, og ég tek undir með þeim sem hafa barist fyrir því, að nýtingarréttur fallvatna og orku sé skýr í stjórnarskrá, mjög skýr, til þess einmitt að koma í veg fyrir að þetta fari alfarið í hendur einkaaðila. Ég er ekki á móti því að einkaaðilar nýti þetta en þeir verða þá að greiða gjald til þjóðarinnar.