149. löggjafarþing — 105. fundur,  16. maí 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[06:15]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni greinargott svar.

Má ekki líta sem svo á að þetta geti einmitt verið rök í málinu, ef við færum þessa lögformlegu leið, að fara með málið fyrir sameiginlegu EES-nefndina? Að það hafi aldrei verið gert ráð fyrir því í upphafi, þegar við gerðumst aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu, að orkan væri þar meðfylgjandi og hún yrði skilgreind sem hver önnur vara?

Það hlýtur að vera hægt að segja að þetta séu rök okkur í hag, ef við færum með málið þessa lögformlegu leið sem ríkisstjórnin er svo óskaplega hrædd við, sem er alveg hulin ráðgáta hvers vegna sé. Að þá séu þarna komin rök í málinu sem ættu að skipta máli.