149. löggjafarþing — 106. fundur,  20. maí 2019.

um fundarstjórn.

[17:17]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Það vekur óneitanlega nokkra undrun að hér eigi að taka af dagskrá 4. dagskrármálið, útlendinga, sem sagt alþjóðleg vernd og brottvísunartilskipun. Ekki er nema rétt um einn og hálfur tími síðan við greiddum atkvæði sérstaklega um að leyfa að það yrði tekið á dagskrá, eins og segir í útbýttri dagskrá fyrir Alþingi mánudaginn 20. maí klukkan þrjú síðdegis, sem er núna. Þar er 4. mál á dagskrá útlendingar, mál 838. Um það var sérstaklega kosið í þingsal, þingmenn kallaðir til atkvæðagreiðslu. Nú er tilkynnt að það sé tekið af dagskrá. Við reyndum ýmislegt aðfaranótt fimmtudagsins í fundarstjórn forseta en skal nú haldið áfram eða er þetta bara enn eitt merkið um hófleg og snúin samskipti ríkisstjórnarflokkanna hvað skipulagið varðar?